Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 23. október 2014 09:13
Magnús Már Einarsson
Heimslistinn: Ísland efst af Norðurlöndunum (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur aldrei verið jafn ofarlega á heimslista FIFA og á nýjum lista sem var kynntur í dag.

Eftir góða sigra á Lettlandi og Hollandi er Ísland í 28. sæti listans, efst af öllum þjóðum á Norðurlöndunum.

Ísland fer samtals upp um sex sæti frá síðasta heimslista. Litlar breytingar eru á toppnum en listann má sjá hér að neðan.

Heimslisti FIFA
1. Þýskaland
2. Argentína
3. Kolumbía
4. Belgía
5. Holland
6. Brasilía
7. Frakkland
8. Úrúgvæ
9. Portúgal
10. Spánn
11. Ítalía
12. Sviss
13. Síle
14. Króatía
15. Alsír
16. Kosta Ríka
17. Mexíkó
18. Grikkland
19. Úkraína
20. England
21. Rúmenía
22. Tékkland
23. Bandaríkin
24. Slóvakía
25. Fílabeinsströndin
26. Bosnía og Hersegóvína
27. Ekvador
28. Ísland
29. Austurríki
30. Rússland
31. Túnis
32. Danmörk
33. Grænhöfðaeyjar
34. Wales
35. Gana
36. Slóvenia
37. Skotland
38. Egyptaland
39. Svíþjóð
40. Kamerún
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner