Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 23. október 2014 17:00
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Daníel Leó Grétarsson (Grindavík)
Daníel Leó Grétarsson.
Daníel Leó Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Grindavíkur, sýnir á sér Hina Hliðina á þessu sinni.

Daníel Leó var á dögunum á reynslu hjá Álasund en norska félagið hefur lagt fram tilboð í hann.

Eldra efni í Hin Hliðin



Fullt nafn: Daníel Leó Grétarsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Danni zúkkó

Aldur: 19 ára

Giftur/sambúð: Í sambandi

Börn: Engin börn

Kvöldmatur í gær: Tveir lambaskrokkar sem voru grillaðir fyrir meistaraflokkinn.

Uppáhalds matsölustaður: Serrano eða Saffran standa uppúr.

Hvernig bíl áttu: Hvítan Toyota Yaris

Besti sjónvarpsþáttur: Suits og Community

Uppáhalds hljómsveit: Mumford and Sons

Uppáhalds skemmtistaður: Hef því miður aldrei farið á skemmtistað á íslandi nema þá kannski að fá mér að borða. En hef farið á einn út á spáni í æfingaferð en veit því miður ekkert hvað hann heitir.

Frægasti vinur þinn á Facebook: King Nemanja Latinovic. Held að flestir viti hver það er en enginn afhverju.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hæ sry barnið að koma svo ég varð að fara- Sjúkraþjálfarinn

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: jújú ætli það ekki í einhverri örvæntingafullri tilraun.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei að segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Divock Origi, spilaði á móti honum fyrir ári síðan með u19 og núna er hann að skora á HM.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Habbó þegar það er úrslitamark á æfingu.

Sætasti sigurinn: Síðasti leikur sem var á móti KA er efst í minningunni.

Mestu vonbrigðin:Klárlega byrjunin á þessu tímabili og að hafa ekki komist upp í fyrra.

Uppáhalds lið í enska: ManU

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Aron Elís eða Kristján Gauti.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Afnema regluna um sokkana og hjólabuxurnar.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Hilmar Mcshane á framtíðina fyrir sér.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Þeir eru nú nokkrir myndarlegir með mér í liði.

Fallegasta knattspyrnukonan: Sara Björk

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ætli Nemo standi ekki þar upp úr eftir að tinder kom út.

Uppáhalds staður á Íslandi: Grindvíkurvöllur er einn af betri stöðum landsins.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það vantaði markmann í 2.flokkinn fyrir nokkrum vikum, ákvað að taka það á mig. Unnum leikinn 3-0.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í lengjubikarnum á móti FH 2012

Besta við að æfa fótbolta: Sigurvíman, félagsskapurinn og að maður gleymir öllu öðru.

Hvenær vaknarðu á daginn: 7:40

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fer reglulega á körfuboltaleiki hjá kærustunni.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Keflavík-Hamar í borgunarbikarnum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Fjárfesti nýlega í Magista

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var og er hræðilegur í sundi

Vandræðalegasta augnablik: Það var á Gothia cup, við ákváðum allir að aflita á okkur hárið vegna hefðar hjá klúbbnum. Eftir einn leikinn þá kom sænska ríkissjónvarpið og vildi fá einn af okkur í viðtal, ekki bara einhvern heldur þann sem skoraði eina mark leiksins og í þessu tilviki þá var það því miður ég. Ég stóð fyrir framan myndavélina með aflitað hár og hrikalega lélegur í ensku og reyndi að koma mér eins vel út úr þessu viðtali og ég gat, sem gerðist því miður ekki. Síðan þá hef ég reynt að grafa þetta myndband eins langt niðri og ég get.

Skilaboð til Lars Lagerback: Ég er á já.is

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Tengdapabbi minn er trúður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner