Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. október 2014 11:50
Elvar Geir Magnússon
Krefjast afsökunarbeiðni frá Balotelli
Mario Balotelli hefur enn og aftur gert allt vitlaust.
Mario Balotelli hefur enn og aftur gert allt vitlaust.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli er þegar farinn að reyna á þolinmæði stuðningsmanna Liverpool en hann kveikti bál í 0-3 tapinu gegn Real Madrid í gær. Ítalski landsliðsmaðurinn var tekinn af velli í hálfleik en enn einu sinni virkaði hann áhugalaus og hjálpaði liðinu ekkert.

Til að strá salti í sárin skipti hann um treyju við Pepe, varnarmann Real Madrid, í hálfleiknum eftir að lið hans hafði verið niðurlægt.

Liverpool Echo krefst þess að Balotelli biðji stuðningsmenn formlega afsökunar á frammistöðu sinni og hegðun með treyjuskiptunum sem vakið hafa mikið umtal.

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var alls ekki sáttur við hegðun Balotelli og sagði að treyjuskiptin hefðu verið algjörlega ólíðandi. Hann segir að frammistaða leikmannsins hafi verið ástæðan fyrir því að hann var tekinn af velli í hálfleik, hann hafi þurft meiri hreyfanleika í sóknarleiknum. Treyjuskiptin voru því ekki ástæðan eins og sögusagnir hafa verið um.

Balotelli hefur verið gagnrýndur harkalega en Phil Neville sagði á BBC að Balotelli væri bara að spila fyrir sjálfan sig og ekki væri annað hægt en að láta líkamstjáningu og svipbrigði hans á vellinum fara í taugarnar á sér.

Það er næsta víst að Balotelli verður á bekknum þegar Lierpool mæti Hull City í ensku úrvalsdeildinni um komandi helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner