Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. október 2014 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane skýtur fast: Man Utd er eins og Disneyland
Það eru ekki margir sem vilja lenda í þessum á slæmum degi.
Það eru ekki margir sem vilja lenda í þessum á slæmum degi.
Mynd: Getty Images
Roy Keane hraunaði yfir hugmyndafræðina og klíkuskapinn innan herbúða Manchester United þegar hann var á fréttamannafundi á krikketklúbbi í Lancashire County.

Keane talaði um klíkuskap og aumingjaskap í fólki sem þorði ekki að gagnrýna Man Utd og háttsetta menn félagsins.

Þá tók Keane kempuna Paddy Crerand sem dæmi um Manchester-mann með rangt hugarfar.

,,Það er mikill áróður í kringum United. Það er fullt af vitleysu í gangi þarna, mjög mikið af fyrrverandi leikmönnum starfa fyrir félagið, þeir eru samningsbundnir og þar er hægt að finna marga leikmenn frá 1960 og 1970," sagði Keane á fréttamannafundinum.

,,Þetta eru allt fínir karlar, ekki misskilja mig, en þetta er samt alveg eins og skipulögð glæpastarfsemi,

,,Ef þú heldur að eitthvað hafi átt að vera rautt spjald þá ættirðu að segja það. Ef þú heldur að David Gill eða Alex Ferguson hafi rangt fyrir sér, þá ættirðu að segja það.

,,Þessir karlar sjá ekki sólina fyrir Man United og voga sér ekki að gagnrýna. Þetta er eins og Disneyland - Man United land, með andskotans Mikka mús á hlaupum út um allt.

,,Fólk trúir því sem Paddy Crerand segir. Paddy heldur að árið sé ennþá 1967! United tapar kannski 5-0 og hann segir liðið hafa spilað frábærlega. Paddy, hættu þessu rugli, United voru ekki góðir í leiknum, af hverju ertu að halda því fram?"

Athugasemdir
banner