Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 23. október 2014 08:15
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Everton slasaðir eftir árás í Frakklandi
Leikmenn Everton vonast til að hefna fyrir gjörðir fótboltabullnanna á knattspyrnuvellinum í kvöld.
Leikmenn Everton vonast til að hefna fyrir gjörðir fótboltabullnanna á knattspyrnuvellinum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Um 100 fótboltabullur frá Lille réðust að stuðningsmönnum Everton á bar þar í bæ kvöldið fyrir leik liðanna í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Stuðningsmenn Everton sátu á barnum við drykkju og sátu einhverjir þeirra úti þegar áhlaupið átti sér stað.

Frakkarnir voru hettuklæddir og notuðu útistóla barsins sem barefli og notuðu þá einnig til að brjóta glugga á barnum.

,,Við þurftum að halda þeim stuðningsmönnum sem eftir voru inni vegna þess að þeir reyndu að komast út til að hjálpa félögum sínum. Það hefði endað miklu verr," sagði dyravörður við Liverpool Echo.

,,Ég sá einn eldri Englending vera laminn af þremur fótboltabullum. Hann var illa særður á andliti."

Lögreglan var fljót að koma á staðinn og beitti táragasi. Ekki er ljóst hvort einhver hafi meiðst alvarlega eða hvort einhverjir hafi verið handteknir.

Stemningin var þó góð á barnum í allan dag þar sem stuðningsmönnum beggja liða samdi mjög vel og horfðu Englendingar og Frakkar saman á Real Madrid leggja Liverpool af velli á Anfield Road fyrr um kvöldið.

Everton er á toppi H-riðils með fjögur stig úr tveimur leikjum. Lille er með tvö stig. Um 5000 stuðningsmenn Everton komu til að styðja félagið sitt í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner