Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. október 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þórdís Hrönn áfram hjá Älta
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Hin 21 árs gamla Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti gott fyrsta tímabil með Älta IF í sænsku 1. deildinni.

Þórdís flutti til Svíþjóðar síðasta mars eftir gott gengi með Blikum og var hún markahæsti leikmaður Älta á tímabilinu.

Telma Ólafsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, er einnig í Älta sem endaði í 10. sæti af 14 liðum, en þrjú lið falla og tvö lið komast upp um deild á hverju tímabili.

,,Fínt að enda tímbilið á 4-0 sigri í gær! Þar með spilaði ég 30 leiki og skoraði 19 mörk í deild og bikar á mínu fyrsta tímabili í Elitettunni. Toppaði þetta svo með því að skrifa undir nýjan 1 árs samning við Älta í dag. ‪#‎Hejaälta‬" skrifaði Þórdís.
Athugasemdir
banner
banner
banner