Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 23. október 2016 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Barzagli: Markið átti að standa
Mynd: Getty Images
Andrea Barzagli var ósáttur með sig og sína menn eftir 1-0 tap gegn AC Milan í toppbaráttu ítölsku deildarinnar í gær.

Barzagli var einnig ósáttur með það að dómarinn hafi ekki dæmt mark þegar Juventus kom knettinum í netið í fyrri hálfleik.

„Ég er frekar reiður því við töpuðum. Við höfum spilað verr en þetta og unnið, en það er augljóst að við verðum að gera betur fyrst við töpuðum," sagði Barzagli við Sky Sport Italia að leikslokum.

„Það voru tvö lykilatriði sem breyttu leiknum. Fyrst var það markið sem var ranglega dæmt af því dómaranum fannst Bonucci brotlegur gagnvart Donnarumma. Það er synd að markið hafi ekki fengið að standa en við getum kennt sjálfum okkur um því við höfðum 60 mínútur til að snúa þessu við.

„Það hafa verið miklar breytingar í leikmannahópnum og við þurfum aðeins meiri tíma til að kynnast hvor öðrum betur jafnt innan sem utan vallar."

Athugasemdir
banner
banner
banner