Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 23. október 2016 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Efnilegur framherji United meiddist alvarlega á æfingu
James Wilson mun ekkert spila næstu mánuðina
James Wilson mun ekkert spila næstu mánuðina
Mynd: Getty Images
James Wilson, efnilegur sóknarmaður sem er samningsbundinn Manchester United, mun ekki spila næstu mánuðina eftir að hafa orðið fyrir krossbandsmeiðslum.

Hinn tvítugi Wilson hefur verið í láni hjá Derby í Chamopionship-deildinni á þessari leiktíð, en hann meiddist á æfingu hjá félaginu síðastliðinn mánudag.

Hann sneri aftur til United til þess að gangast undir skoðanir, en þar kom í ljós að meiðslin eru mjög alvarleg. Hann mun gangast undir aðgerð á hné á næstu dögum.

„Það eru gríðarleg vonbrigði að James Wilson hafi orðið fyrir meiðslum eins og þessum," sagði Steve McClaren, nýráðinn stjóri Derby, um fréttirnar.

„Ég veit að hann mun koma sterkur til baka úr þessu. Hann er ekki bara mjög góður leikmaður, hann er líka sterkur og ákveðinn karakter."
Athugasemdir
banner
banner
banner