Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. október 2016 14:27
Jóhann Ingi Hafþórsson
England: Enn mistekst City að vinna fótboltaleiki
Iheanacho er með ótrúlegt markanef.
Iheanacho er með ótrúlegt markanef.
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 1 Southampton
0-1 Nathan Redmond ('27 )
1-1 Kelechi Iheanacho ('55 )

Manchester City lék í dag sinn fimmta leik í röð án sigurs í öllum keppnum er þeir gerðu 1-1 jafntefli við Southampton.

Gestirnir frá Southampton voru betrí fyrri hálfleik og Nathan Redmond kom þeim yfir eftir 27 mínútur en John Stones gerði sig sekann um skelfileg mistök er hann ætlaði að senda til baka en sendi beint á Redmond sem skoraði framhjá Claudio Bravo.

Pep Guardiola var augljóslega ekki hrifinn svo hann sendi Kelechi Ihenacho inná í hálfleik fyrir Kevin de Buyne. Tíu mínútum síðar var Nígeríumaðurinn búinn að skora og reyndist það síðasta mark leiksins og var 1-1 jafntefli því niðurstaða.

City sótti mikið í seinni hálfleik en tókst þó ekki að bæta við marki. City er þó enn á toppi deildarinnar með jafnmörg stig og Arsenal og Liverpool en betra markahlutfall.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner