Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 23. október 2016 22:00
Kristófer Kristjánsson
Harry Arter fyrirgefur Sissoko olnbogaskotið
Arter liggur í valnum eftir olnbogaskotið
Arter liggur í valnum eftir olnbogaskotið
Mynd: Getty Images
Moussa Sissoko, leikmaður Tottenham, plantaði olnboganum í andlitið á Harry Arter, Bournemouth, í markalausu jafntefli á Vitality vellinum í gær.

Arter brást hinn versti við og til smá stympinga kom milli leikmanna beggja liða. Craig Pawson, dómari, ráðfærði sig við línuvörð sinn og ákvað að refsa Sissoko ekki með spjaldi.

„Hann olnbogaði mig beint í andlitið, það er skiljanlegt að ég hafði brugðist við því," sagði Arter en bætti við að hann beri enga óvild í garð Sissoko.

„Ég ætla ekkert að ergja mig á þessu, hann baðst afsökunar eftir leikinn og sagði að þetta hefði verið óhapp. Stundum bregst maður við í hita leiksins en ef þetta var óvart þá vona ég að hann fari ekki í leikbann."

Frakkinn gæti hinsvegar átt yfir höfði sér þriggja leikja bann ef enska knattspyrnusambandið tekur til afturvirkra aðgerða.
Athugasemdir
banner
banner