Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. október 2016 18:23
Kristófer Kristjánsson
Noregur: Þrír Íslendingar í eldlínunni í tapi
Mynd: Fótbolti.net
Noregsmeistarar Rosenborg lágu fyrir Odds Ballklubb á heimavelli í dag, 1-2.

Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar fyrir Rosenborg.

Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson komu inn af varamannabekknum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki og sigur Odds staðreynd.

Þessi tapleikur hefur lítið að segja fyrir Rosenborg sem eru nú þegar búnir að tryggja sér deildar titilinn í Noregi en þeir hafa átta stiga forystu á toppnum þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner