sun 23. október 2016 06:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýráðinn þjálfari Marseille segist hafa hafnað West Ham
Rudi Garcia
Rudi Garcia
Mynd: Getty Images
Rudi Garcia var ráðinn sem nýr þjálfari Marseille í frönsku úrvalsdeildinni á dögunum, en hann segist hafa fengið boð um að taka við West Ham áður en hann tók tilboði Marseille.

Hinn 52 ára gamli Garcia segir að West Ham hafi sýnt sér áhuga, en það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Lundúnarfélaginu í upphafi tímabils.

„Auðvitað (hugsaði ég um boðið frá West Ham)," sagði Garcia við L'Equipe.

„Ég hugsaði um alla þá möguleika sem ég hafði, hvort sem það var enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin eða þýska Bundesligan, en að lokum valdi ég félagið sem mig langaði mest til."

Það er spurning hvort Slaven Bilic þurfi að fara að hafa verulegar áhyggjur af starfi sínu eftir þessi ummæli frá Garcia, en það er farið að hitna undir Króatanum hjá West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner