Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. október 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Romagnoli hefur engan áhuga á Chelsea
Mynd: Getty Images
Alessio Romagnoli er einn af efnilegustu varnarmönnum Evrópu. Hann er 21 árs, á tvo A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu og hefur leikið um 100 leiki fyrir Roma, Milan og Sampdoria þrátt fyrir ungan aldur.

Romagnoli var klettur í vörninni þegar Juventus heimsótti AC Milan í gærkvöldi. Milan vann leikinn 1-0 og var Romagnoli meðal bestu manna vallarins.

„Þetta var frábær leikur og það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna svona leik, við verðum að byggja á þessu," sagði Romagnoli við Mediaset Premium.

„Við viljum ná Evrópusæti og við getum náð langt ef við höldum áfram að spila svona vel. Það eru bara níu umferðir búnar og við ætlum bara að njóta þess að vera í toppbaráttunni og einbeita okkur að einum leik í einu.

„Montella er búinn að gera mjög vel, honum tókst að gera okkur að sterkri einingu og ég man ekki eftir að hafa verið partur af svona góðum áður."


Chelsea bauð fleiri tugi milljóna til að kaupa Romagnoli í sumar og er búist við því að Antonio Conte haldi áfram að reyna að krækja í varnarmanninn í janúar.

„Ég er mjög ánægður með að spila fyrir Milan á Ítalíu og vonast til að vera áfram hérna sem lengst."
Athugasemdir
banner
banner
banner