Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 23. október 2017 13:23
Magnús Már Einarsson
Ægir Jarl til Sarpsborg á reynslu
Ægir Jarl Jónasson.
Ægir Jarl Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ægir Jarl Jónasson, miðjumaður Fjölnis, hefur fengið boð um að fara til reynslu hjá Sarpsborg í Noregi. Ægir fer til Noregs um miðjan næsta mánuð.

Hinn 19 ára gamli Ægir spilaði í sumar sitt þriðja tímabil í meistaraflokki með Fjölni.

Ægir spilaði tuttugu leiki í Pepsi-deildinni í sumar með Fjölni og tvo leiki í Borgunarbikarnum.

Samtals hefur Ægir spilað 41 leik með Fjölni í deild og bikar á ferli sínum.

Fyrr á þessu ári spilaði Ægir þrjá leiki með U21 árs landsliði Íslands en hann á einnig að baki leiki með U17 ára landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner