Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. október 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bacca: Var orðinn partur af versta Milan sögunnar
Mynd: Getty Images
Carlos Bacca var keyptur til AC Milan sumarið 2015 og spilaði kólumbíski framherjinn tvö tímabil fyrir félagið.

Milan endaði í sjötta og sjöunda sæti á þessum tveimur árum þrátt fyrir öruggt mark frá Bacca í öðrum hverjum leik.

Bacca segist ekki sjá eftir tíma sínum hjá Milan en segist átta sig á því að hann hafi verið partur af versta Milan-liði sögunnar.

„Mér hefur liðið vel á tíma mínum hjá Milan, ég hef náð mínum markmiðum," sagði Bacca við W Radio.

„Hlutirnir hefðu getað gengið betur en ég var hjá félaginu á versta tíma sögunnar, þegar Silvio Berlusconi var að reyna að selja félagið eftir 30 ár í hans eigu.

„Stjórnendurnir voru hættir að gera góða hluti fyrir félagið og ég var orðinn partur af versta Milan liði sögunnar."


Bacca er búinn að gera tvö mörk í átta deildarleikjum á láni hjá Villarreal.
Athugasemdir
banner
banner