mán 23. október 2017 14:44
Magnús Már Einarsson
Chante ekki áfram í markinu á Selfossi
Chante Sandiford.
Chante Sandiford.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Markvörðurinn Chante Sandiford er á förum frá Selfossi eftir að hafa varið mark liðsins undanfarin þrjú ár.

„Knattspyrnudeild Selfoss þakkar Chanté kærlega fyrir ákaflega góða viðkynningu og gott framlag til félagsins, bæði sem leikmaður og þjálfari yngri leikmanna, og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni," segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Selfoss ákvað að bjóða Chante ekki áframhaldandi samning.

„Þetta var áfall fyrir mig. Ég ákvað að vera áfram hjá félaginu eftir að við féllum í fyrra og hélt tíu sinnum hreinu í sumar, fékk fæst mörk að meðaltali á mig og hjálpaði okkur aftur upp í Pepsi-deildina," sagði Chante við Fótbolta.net í dag.

„Félagið ákvað hins vegar að bjóða mér ekki nýjan samning svo ég spila ekki í Pepsi-deildinni með Selfossi á næsta tímabili."

Hin 27 ára gamla Chante vill spila áfram á Íslandi á næsta tímabili.
„Ég ætla að vera áfram á Íslandi. Ég elska landið og hvernig deildirnar eru settar upp og ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að spila hér áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner