Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. október 2017 09:23
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári: Væri bitur gamall maður ef ég hefði ekki farið á EM
Eiður í leik gegn Ungverjum á EM í fyrra.
Eiður í leik gegn Ungverjum á EM í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen er í áhugaverðu viðtali við Gulfnews en þar talar hann um afrek íslenska landsliðsins að komast á HM. Eiður var í Dubai í síðustu viku þar sem hann kenndi krökkum í knattspyrnuskóla og þá var viðtalið tekið.

Eiður hefur lagt skóna á hilluna og hann missir af tækifærinu að fara með íslenska landsliðinu á HM í fyrsta skipti.

„EM hjálpaði mér virkilega mikið. Ég spilaði bara 10-15 mínútur í 2-3 leikjum en það leyfði mér að upplifa draum sem ég hafði haft síðan ég var ungur strákur," sagði Eiður.

„Það þýðir að það verður auðveldara að horfa á HM þó að ég fari ekki með. Ef ég hefði ekki farið á EM þá værir þú líklega að horfa á mjög bitran gamlan mann."

„Ég er með þessa tilfinningu að vilja spila þar til að ég dey en líkamlega get ég það ekki lengur."


Eiður ræðir einnig um möguleika Íslands á HM í Rússlandi á næsta ári.

„Það er erfitt að segja hvað þeir geta gert núna. Við fórum lengra á EM en allir bjuggust við og ég hef á tilfinningunni að við förum lengra á HM en allir búast við líka. Ef við förum upp úr riðlinum þá verður það ótrúlegt afrek."

Smelltu hér til að lesa viðtalið
Athugasemdir
banner
banner
banner