mán 23. október 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Grindavík í viðræðum við Spánverjana - Óvíst með Zeravica
Rodrigo Gomes Mateo.
Rodrigo Gomes Mateo.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Grindvíkingar eru í viðræðum við spænsku leikmennina Juanma Ortiz og Rodrigo Gomes Mateo um framlengingu á samningum þeirra.

Framherjinn Juanma og varnarmaðurinn Rodrigo eru báðir samningslausir.

„Við erum með þá í vinnslu og íslensku leikmennina líka," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, við Fótbolta.net í dag.

Alexander Veigar Þórarinsson, Björn Berg Bryde og Matthías Örn Friðriksson eru á meðal íslenskra leikmanna sem eru að verða samningslausir hjá Grindavík.

Það sama á við um markakónginn Andra Rúnar Bjarnason en hann er líklega á leið út í atvinnumennsku.

Serbneski miðjumaðurinn Milos Zeravica er einnig samningslaus en óvíst er með framhaldið hjá honum.

„Það er óvíst með hann. Við spjölluðum við hann aður en hann fór út og við tökum upp þráðinn fljótlega," sagði Óli.

Grindvíkingar enduðu í 5. sæti í Pepsi-deildinni í sumar en Óli Stefán framlengdi samning sinn við félagið á dögunum eftir talsverða óvissu fyrstu vikurnar eftir mót.
Athugasemdir
banner
banner