Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 23. október 2017 13:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Gunnhildur Yrsa: Fínt að sitja í klefanum með þeim þýsku
Gunnhildur Yrsa fagnar sigrinum á Þýskalandi
Gunnhildur Yrsa fagnar sigrinum á Þýskalandi
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Maður er vanur þessu. Líkaminn er tilbúinn í að spila þrjá leiki í einni viku og maður er búinn að undibúa sig undir það,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í samtali við Fótbolta.net í tékknesku borginni Znojmo í gær. Gunnhildur er talar þarna um álagið á íslenska liðinu sem vinnur í því að jafna sig eftir orkufrekan leik á móti Þýskalandi og vera tilbúnar í leiknum við Tékka á morgun.

„Við fengum kvöldið til þess að fagna sigrinum og svo daginn eftir fórum við að fókusa á þennan leik. Það eru margir leikir í þessari undankeppni og það þarf fókus í hvern leik. Þó maður vinni einn þarf að einbeita sér að næsta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Venjan er að tveir leikmenn úr hvoru liði séu sendir í lyfjapróf strax eftir landsleiki og það féll í hlut Gunnhildar og Sifjar í þetta skiptið. Var ekkert svekkjandi að þurfa að fara beint í það í stað þess að fagna með liðinu í klefanum?

„Það var ekki gaman í lyfjaprófinu þar sem að það tók smá tíma,“ svaraði Gunnhildur létt en bætti við að hún hefði verið í góðum félagsskap með Sif og liðslækninum. „Við vorum á undan þeim þýsku og það var mjög fínt að sitja í klefanum með þeim. Við vorum mjög hamingjusamar og þær voru það ekki,“ sagði Gunnhildur og glotti.

Fyrir þennan útileikjatvíhöfða notuðu leikmennirnir sem spila á Íslandi ýmsar aðferðir við að halda sér í formi enda íslenska deildin komin í frí. Þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir nýttu fríið meðal annars í að æfa með Gunnhildi hjá Valerenga. Við spurðum Gunnhildi út í það.

„Ég sagði við Freysa að það væri alveg í boði að fá leikmenn í heimsókn. Það var fínt fyrir mig að fá íslendinga. Þetta eru frábærar aðstæður og ég vildi bara að þær fengju tækifæri til að sjá hvað er þarna úti. Vonandi hvetur það þær til að halda áfram,“ sagði Gunnhildur og bætti við að landsliðskonurnar ungu hefðu staðið sig mjög vel.

Hér að ofan er hægt að horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner