Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 23. október 2017 08:30
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Hallbera: Það var enginn handbolti uppá Skaga
Hallbera í sigurleiknum gegn Þýskalandi
Hallbera í sigurleiknum gegn Þýskalandi
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Ég hef ekki séð mikið og við eigum eftir að fara á æfingu. En hótelið er fínt og maturinn góður þannig að ég bið ekki um meira í bili,“ sagði landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir aðspurð um aðstæður í Znojmo. Hallbera er þangað mætt ásamt liðsfélögum sínum í íslenska landsliðinu og undirbýr sig fyrir mikilvægan leik gegn Tékklandi í undankeppni HM sem spilaður verður á morgun.

Ísland vann einn sinn allra stærsta sigur í fótbolta á föstudag þegar stelpurnar okkar lögðu Þjóðverja 3-2. Frammistaðan allra leikmanna var frábær og leikurinn meistaralega uppsettur af þjálfarateyminu. Er ekki erfitt að fylgja slíkum leik eftir með jafn góðri frammistöðu?

„Ég vill meina að við eigum að vera komnar á þann stað að við eigum að geta það. Við vitum að við þurfum að hafa mjög mikið fyrir þessum leik. Þær eru búnar að sýna það með árangri í Meistaradeildinni og í þessum leik á móti Þjóðverjum að þær eru með hörkulið. Ef við höldum að þetta verði auðveldur leikur endar það illa,“ svaraði Hallbera.

Upp kom skondið atvik á æfingu Íslands í Wiesbaden um daginn þegar Hallbera og fleiri landsliðskonur ákváðu að leika sér aðeins í handbolta fyrir upphitun. Taktarnir hjá Hallberu þóttu ekki viðunandi og aðstoðarþjálfarinn skaut létt á hana. Í kjölfarið óskaði Hallbera eftir aðstoð á Twitter við að læra að grípa. Við spurðum hana að lokum út í það mál.

Handboltataktar hjá stelpunum okkar

„Það var eitthvað verið að reyna að koma mér í samband við einhverja handboltamenn þarna en ég held ég vinni bara í þessu sjálf. Þetta var skammarlegt.“

„Það var náttúrulega enginn handbolti uppá Skaga þannig að hendurnar urðu dálítið eftir hjá mér,“
sagði landsliðskonan létt að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner