Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. október 2017 11:39
Elvar Geir Magnússon
Kane hitti Maradona
Maradona og Kane. Ferskir.
Maradona og Kane. Ferskir.
Mynd: Tottenham
Harry Kane getur ekki hætt að skora en hann kom boltanum tvisvar í netið þegar Tottenham vann öruggan 4-1 sigur gegn Liverpool í gær.

Meðal áhorfenda á leiknum var sjálfur Argentínumaðurinn Diego Maradona, einn besti leikmaður sögunnar.

Maradona var sérstakur gestur Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, og fékk sérstaka gjöf. Tottenham treyju merkt Maradona og með númerinu 10.

„Hann er stórkostlegur náungi. Ég fékk að hitta hann fyrir leikinn. Hann gaf frá sér góða orku og virkaði frábær gaur," segir Kane.

„Hann talaði ekki mikla ensku, aðallega spænsku, svo ég skildi ekki alveg allt sem hann sagði. En hann fór fögrum orðum, ekki bara um mig heldur einnig um liðið og stjórann."

„Það var frábært að vera í félagsskap svona manns. Þvílíkur leikmaður sem hann var og ég get bara lært frá svona manni."

Maradona var aðalstjarna argentínska landsliðsins sem varð heimsmeistari 1986.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner