Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. október 2017 12:11
Elvar Geir Magnússon
Lovren fjarlægði Liverpool af Instagram
Lovren hefur fengið mikla gagnrýni.
Lovren hefur fengið mikla gagnrýni.
Mynd: Getty Images
Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren fjarlægði orðið „Liverpool" af lýsingu á Instagram síðu sinni eftir 4-1 tapið gegn Tottenham. Þá fjarlægði hann mynd af sér og lokaði á að hægt væri að skrifa ummæli.

Lovren var skelfilega slakur í leiknum á Wembley. Hann gerði dýrkeypt mistök og var tekinn af velli í fyrri hálfleik.

Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United, segir að það sé ósanngjarnt að Lovren fái allar fyrirsagnirnar. Það ætti í raun að vera Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.

Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, sagði í samtali við BBC í gærkvöldi:

„Þessi skipting eftir hálftíma var niðurlægjandi fyrir hann. Þetta hefur verið löng ganga fyrir hann á bekkinn, þar sem hann hefur setið og velt því fyrir sér hvort ferli sínum hjá Liverpool væri lokið," segir Keown.

Varnarleikur Liverpool hefur fengið mikla gagnrýni.
Athugasemdir
banner
banner