Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. október 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Neville um leik United um helgina: Mikið áfall
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, segist hafa verið mjög hissa á 2-1 tapi liðsins gegn Huddersfield um helgina. Þetta var fyrsta tap United á tímabilinu.

„Ég bjóst við að þetta yrði erfitt fyrir United út af andrúmsloftinu en ég bjóst líka við að þeir myndu höndla það. Ég var steinhissa á þessum úrslitum," sagði Neville.

„Ég var líka hissa á ummælum Jose Mourinho um leikmenn eftir leik þar sem hann sagði að þetta væri það versta sem hann hefði séð frá þeim í leik."

„Þetta var mikið áfall og þetta voru slæm mörk sem liðið fékk á sig. Victor (Lindelöf) gerði tvö slæm mistök."

„Ég held að þú getir komið til baka ef hitt liðið gerir eitthvað frábært til að skora en ef þú gefur hinu liðinu færin þá áttu lítinn möguleika."

„Þegar markmenn og varnarmenn eru að gera slæm mistök þá kemur stress í liðið og í stuðningsmenn."

„Þetta var slæmt tap. Á laugardaginn er risa leikur (gegn Tottenham) þar sem United þarf að komast aftur í gang."

Athugasemdir
banner
banner