Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 23. október 2017 11:30
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Tékkarnir auglýsa leikinn
Þessi auglýsing hangir í glugganum á vinsælum sportbar i Znojmo
Þessi auglýsing hangir í glugganum á vinsælum sportbar i Znojmo
Mynd: Fótbolti.net - Mist Rúnarsdóttir
Á morgun fer fram leikur Tékklands og Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2019. Um er að ræða þriðja leik Íslands í undankeppninni og spilað verður í tékknesku borginni Znojmo.

Það er almennt ekki mjög mikill áhugi á knattspyrnu kvenna í Tékklandi og ekki búist við mörgum áhorfendum á Znojmo stadium á morgun.

Það vakti því athygli fréttakvenna Fótbolta.net að á röltinu um rólega Znojmo-borg mátti finna auglýsingar um leikinn. Þannig er greinilega verið að reyna að vekja athygli borgarbúa á viðburðnum og vísað á heimasíðu tékkneska knattspyrnusambandsins sem er með sérstaka upplýsingasíðu tengda kvennalandsliðinu.

Þá opnast auglýsing fyrir leikinn í hvert sinn sem einhver fer inná vefsíðu knattspyrnusambandsins, hvort sem er aðalsíðuna eða undirsíðu landsliðanna.

Miðaverð á leikinn er 50 kórúnur eða tæpar 243 krónur íslenskar og vonandi koma borgarbúar til með að fjölmenna og skapa stemmningu.
Athugasemdir
banner
banner
banner