Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 23. október 2017 09:45
Magnús Már Einarsson
Ungur Ísraelsmaður til Liverpool?
Powerade
Maurico Pochettino er orðaður við Real Madrid.
Maurico Pochettino er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn hefur oft verið lengri en í dag enda er félagskiptaglugginn lokaður í augnablikinu.



Real Madrid vill fá Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, til að taka við af Zinedine Zidane í framtíðinni. (Sun)

Arsenal ætlar að ræða við umboðsmenn Jack Wilshere (25) um framlengingu á samningi hans en núverandi samningur hans rennur út næta sumar. (Daily Mail)

Juventus ætlar að reyna að fá Emre Can (23) frá Liverpool ef að riftunarverðið í nýjum samningi hans verður lægra en 27 milljónir punda. (Calciomercato)

Zlatan Ibrahimovic (36) á að lágmarki fimm eða sex ár eftir af ferlinum að sögn Mino Raiola umboðsmanns hans. (FourFourTwo)

Liverpool er að undirbúa 4,5 milljóna punda tilboð í Manor Solomon (18), miðjumann Maccabi Petah Tikva í Ísrael. (Sun)

Gary Neville segist ekki ætla að snúa aftur í þjálfun. (Manchester Evening News)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir erfitt að trúa því að Mesut Özil vilji fara frá félaginu miðað við frammistöðu hans í 5-2 sigrinum á Everton í gær. (Metro)

Mikel Merino (21), leikmaður Newcastle, er nægilega góður til að spila með Real Madrid og Barcelona að sögn Rob Elliot markmannsþjálfara liðsins. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner
banner