sun 23. nóvember 2014 12:42
Magnús Már Einarsson
Adam í byrjunarliði Nordsjælland í fyrsta skipti
Adam í leik með U19 ára landsliðinu.
Adam í leik með U19 ára landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Örn Arnarson mun leika sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni með FC Nordsjælland í dag.

Ólafur Kristjánsson hefur valið Adam í byrjunarliðið fyrir leik gegn OB klukkan 13:00.

Hinn 19 ára gamli Adam mun spila í stöðu hægri bakvarðar hjá Nordsjælland.

Rúnar Alex Rúnarsson er einnig á mála hjá Nordsjælland en hann er varamarkvörður liðsins og byrjar á bekknum í dag.

Adam kom til Nordsjælland frá NEC Nijmegen í sumar en hann lék áður með yngri flokkum Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner
banner