sun 23. nóvember 2014 18:04
Fótbolti.net
Æfingaleikur: Leiknir vann Breiðholtsslag gegn ÍR
Halldór Kristinn skoraði með skalla.
Halldór Kristinn skoraði með skalla.
Mynd: Leiknir.com
Ingólfur Sigurðsson lék með ÍR.
Ingólfur Sigurðsson lék með ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 2 - 3 Leiknir
1-0 Ingólfur Sigurðsson
1-1 Sindri Björnsson
1-2 Halldór Kristinn Halldórsson
1-3 Kristján Páll Jónsson
2-3 Hafliði Hafliðason (víti)
Rautt spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson, Leikni

Leiknir vann 3-2 sigur gegn ÍR í Breiðholtsslag í dag en um var að ræða árlegan minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson ÍR-ing sem varð bráðkvaddur 2009.

2. deildarlið ÍR komst yfir í leiknum. Ingólfur Sigurðsson, fyrrum leikmaður Vals og KR, skoraði en hann æfir með ÍR-ingum þessa dagana eftir að hafa leikið með KV á síðasta tímabili. Markið skráist sem mistök markvarðar Leiknis.

Sindri Björnsson, efnilegasti leikmaður 1. deildarinnar í sumar, jafnaði af stuttu færi.

Halldór Kristinn Halldórsson kom Leikni yfir í endurkomuleiknum en hann gekk aftur í raðir Leiknis á dögunum frá Keflavík.

Kristján Páll Jónsson skoraði þriðja mark Leiknis fyrir hálfleik en í seinni hálfleik kom aðeins eitt mark.

Það skoraði Hafliði Hafliðason úr vítaspyrnu en í aðdragandanum var Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður Leiknis, sendur í sturtu.

Leiknir sem leikur í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins á næsta ári vann 3-2 sigur.
Athugasemdir
banner
banner