Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. nóvember 2014 16:46
Brynjar Ingi Erluson
Brendan Rodgers: Ekki mikið sjálfstraust í liðinu
Brendan Rodgers
Brendan Rodgers
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, var eðlilega svekktur eftir 3-1 tap liðsins gegn Crystal Palace í dag en þetta var fjórði tapleikur Liverpool í röð í öllum keppnum.

Rickie Lambert kom Liverpool á bragðið strax á 2. mínútu en þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið.

Adam var þó ekki lengi í paradís og jafnaði Dwight Gayle metin fimmtán mínútum síðar áður en Joe Ledley kom heimamönnum yfir þegar um það bil fimmtán mínútur voru eftir af leiknum.

Mile Jedinak gulltryggði svo sigur Palace með marki úr aukaspyrnu og 3-1 sigur Palace staðreynd.

,,Við byrjðum vel og náum yfirhöndinni snemma. Rickie Lambert gerði vel í markinu og mér fannst hann frábær í dag. Hann lagði sig mikið fram og var mjög hreyfanlegur," sagði Rodgers.

,,Sjálfstraustið er ekki mikið þessa stundina ef við miðum við úrslitin. Við erum með marga unga leikmenn og nýja leikmenn hjá félaginu en við verðum samt að gera betur en þetta."

,,Við fáum á okkur auðveld mörk en við getum sjálfum okkur um kennt. Ég verð að taka ábyrgðina á því sem knattspyrnustjóri félagsins,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner