Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. nóvember 2014 18:25
Brynjar Ingi Erluson
Eriksen: Ég mun sofa vel í nótt
Christian Eriksen fagnar sigurmarki sínu gegn Hull.
Christian Eriksen fagnar sigurmarki sínu gegn Hull.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen, leikmaður Tottenham Hotspur á Englandi, var heldur betur hress eftir 1-2 sigur liðsins á Hull City í dag en hann reyndist hetja gestanna.

Jake Livermore kom Hull yfir gegn sínum gömlu félögum á 8. mínútu en það var rauða spjald Gaston Ramirez sem breytti leiknum.

Harry Kane jafnaði metin eftir að hafa nýtt frákast af aukaspyrnu Eriksen og það var síðan danski landsliðsmaðurinn sem tryggði sigur Tottenham með marki í blálokin.

,,Við byrjuðum leikinn frekar hægt en náðum að auka hraðann þegar leið á leikinn. Það hjálpaði mikið þegar við vorum manni fleiri og það gaf okkur mikið pláss," sagði Eriksen.

;,Ég mun sofa vel í nótt eftir að hafa skorað þetta mark og svo skemmir það ekki fyrir að lið sem var spáð efstu fjórum sætunum í deildinni hafi tapað. Nokkrir sigrar í viðbót og við verðum þarna í baráttunni," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner