Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. nóvember 2014 11:51
Arnar Geir Halldórsson
Gylfi: Mikilvægt að hafa breidd
Tveir góðir
Tveir góðir
Mynd: Getty Images
Gylfi Sigurðsson segir í samtali við BBC að það muni reyna á leikmannahópinn í desember en Swansea er komið í 7.sæti deildarinnar eftir naumt tap gegn Englandsmeisturum Manchester City.

,,Við þurfum sterkan hóp því þetta er langt tímabil. Það eru alltaf einhver meiðsli og þá þurfa leikmenn, sem eru kannski ekki að spila alla leiki, að koma sterkir inn."

Gylfi hefur verið í lykilhlutverki hjá Swansea í vetur en liðið hefur spilað vel og einungis tapað einum leik á heimavelli. Næstu leikir liðsins eru heimaleikir gegn Crystal Palace og QPR.

,,Það er mikilvæg törn framundan, leikir sem við viljum vinna. Við erum að spila á heimavelli og þar erum við öflugir," sagði Gylfi.

Gylfi endaði á að hrósa samherja sínum, Wilfried Bony, en þeir hafa náð vel saman í vetur. Fílbeinsstrendingurinn endurnýjaði samninginn sinn á dögunum og hélt uppá það með því að skora gegn City.

,,Það er þægilegt að spila með honum. Hann er sterkur og heldur bolta vel sem gerir mér auðvelt fyrir því ég veit að hann finnur mig. Hann nýtir vanalega færin sín og er frábær leikmaður sem getur skorað hvenær sem er," sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner