Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. nóvember 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn: Skemmtilegra að sjá Bendtner skora en aðra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, markakóngur í Noregi, var í ítarlegu viðtali á Fótbolta.net á föstudag þar sem hann fór yfir ýmislegt á ferli sínum.

Thierry Henry, Filippo Inzaghi og Ruud van Nistelrooy voru átrúnaðargoð Viðars á yngri árum en undanfarin ár hefur hann litið upp til framherja sem eru kannski ekki á meðal þeirra allra bestu í bransanum.

,,Danny Graham er fagmaður og mjög skemmtilegur framherji. Hann er kannski ekki besti fótboltamaðurinn í heiminum en hann er rosalega seigur," sagði Viðar Örn við Fótbolta.net.

,,Ég er líka aðdáandi Shane Long. Ef hann myndi spila 38 leiki í Premier League myndi hann skora 15 mörk, ég lofa því. Ég held líka upp á Steven Fletcher en hann þarf að girða sig aðeins.“

Viðar er mikill Arsenal maður og hann nefnir einn framherja í viðbót til sögunnar. ,,Nicklas Bendtner er að sjálfsögðu þarna líka. Ég er mikill aðdáandi hans. Það er miklu skemmtilegra að sjá hann skora heldur en að sjá einhverja aðra skora. Hann á líka meira inni, það vita það allir.“

Sjá einnig:
„Vildi fara heim til Íslands að hjálpa mömmu“
Athugasemdir
banner
banner
banner