Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. nóvember 2017 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Arda Turan fær að yfirgefa Barcelona
Arda Turan er á förum frá Barcelona
Arda Turan er á förum frá Barcelona
Mynd: Getty Images
Tyrkneski miðjumaðurinn Arda Turan hefur óskað eftir því að fá að yfirgefa spænska stórliðið Barcelona.

Samkvæmt fréttum frá Spáni gekk Turan á fund Pep Segura, framkvæmdarstjóra Barcelona, á mánudag og óskaði eftir því að fá að yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Turan fékk jákvætt svar en þessi þrítugi miðjumaður hefur ekkert komið við sögu hjá Börsungum í vetur.

Þetta er í fyrsta skipti sem Turan óskar eftir sölu en hann hafði engan áhuga á að yfirgefa Katalóníurisann í sumar þegar fyrirspurnir bárust í kappann.

Líklegt þykir að Turan muni halda heim á leið og semja við Galatasaray en þar hóf hann ferilinn og skoraði 45 mörk í 197 leikjum fyrir tyrkneska stórveldið á árunum 2004-2011. Turan hefur sömuleiðis verið orðaður við Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner