Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 23. nóvember 2017 17:05
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Welbeck og Giroud byrja
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Danny Welbeck byrjar hjá Arsenal sem hefur þegar tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum.
Danny Welbeck byrjar hjá Arsenal sem hefur þegar tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum.
Mynd: Getty Images
Köln og Arsenal mætast í Evrópudeildinni klukkan 18:00.

Arsenal er öruggt með sæti í útsláttarkeppninni og Arsene Wenger dreifir álaginu á hópnum. Köln er í neðsta sæti þýsku Bundesligunnar en þar hefur liðið aðeins tvö stig.

Markvörðurinn David Ospina og sóknarmennirnir Olivier Giroud og Danny Welbeck eru í byrjunarliði Arsenal.

Giroud spilaði ekki með í sigurleiknum gegn Tottenham um síðustu helgi vegna meiðsla og Ospina og Welbeck voru báðir ónotaðir varamenn. Hinn tvítugi Ainsley Maitland-Niles er í byrjunarliðinu í kvöld.

Hinn 17 ára gamli Reiss Nelson er meðal varamanna. Hann hefur verið að spila sem vængbakvörður og leikur sinn áttunda leik á tímabilinu ef hann kemur við sögu.

Byrjunarlið Arsenal: Ospina, Debuchy, Mertesacker, Holding, Chambers, Elneny, Coquelin, Maitland-Niles, Wilshere, Welbeck, Giroud.
(Varamenn: Macey, Sheaf, Willock, Nelson, Iwobi, Nketiah, Akpom)




Leikir kvöldsins:

A-riðill
16:00 Astana - Villarreal
20:05 Maccabi Tel Aviv - Slavia Prag

B-riðill
20:05 Partizan - Young Boys
20:05 Skenderbeu - Dynamo Kiev

C-riðill
20:05 Braga - Hoffenheim
20:05 Ludogorets - Istanbul Basaksehir

D-riðill
20:05 AC Milan - Austria Vín
20:05 AEK - Rijeka

E-riðill
20:05 Everton - Atalanta
20:05 Lyon - Apollon Limassol

F-riðill
18:00 Lokomotiv Moskva - Kaupmannahöfn
20:05 FC Sheriff - Zlin

G-riðill
18:00 Lugano-Hapoel Beer Sheva
18:00 Viktoria Plzen - Steaua

H-riðill
18:00 BATE Borisov - Rauða Stjarnan
18:00 Köln - Arsenal

I-riðill
18:00 Konyaspor - Marseille
18:00 Salzburg - Vitoria

J-riðill
18:00 Athletic Bilbao - Hertha Berlin
18:00 Östersund - Zorya

K-riðill
18:00 Lazio - Vitesse
18:00 Nice - Zulte-Waregem

L-riðill
18:00 Rosenborg - Real Sociedad
18:00 Zenit - Vardar Skopje
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner