Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Erlend félög vilja fá Rakel Hönnu
Rakel fagnar marki.
Rakel fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Félög í Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi hafa sýnt Rakel Hönnudóttur fyrirliða Breiðabliks áhuga en þetta staðfesti hún í samtali við Fótbolta.net í dag.

Rakel, sem er í íslenska landsliðinu, ætlar að taka ákvörðun á næstu vikum.

„Ég er að hugsa mín mál. Þetta er ekkert komið á hreint. Það getur verið að ég verði áfram á Íslandi en það er líka áhugi að utan," sagði Rakel við Fótbolta.net í dag.

„Ég ætla að reyna að taka ákvörðun einhverntímann í desember með þetta. Ég vil ekki bíða of lengi."

Rakel hefur verið í lykilhlutverki hjá Breiðabliki síðan hún kom til félagsins frá Þór/KA fyrir tímabilið 2012.

Unnusti hennar Andri Rúnar Bjarnason samdi á dögunum við Helsingborg í Svíþjóð.

Sjá einnig:
Heimsókn með Arnari Arnarssyni - Heitasta fótboltapar landsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner