fim 23. nóvember 2017 21:43
Magnús Már Einarsson
Félög í Inkasso-deildinni geta fengið aðild í ÍTF
Mynd: Fótbolti.net
Aðalfundur ÍTF (Íslensk toppfótbolta) var haldinn í dag. Þar var meðal annars einróma samþykkt breyting á samþykktum samtakanna þannig að öll félög í Inkasso-deildi geta átt aðild og þá að lágmarki til tveggja ára. Innan ÍTF geta því verið 26 félög að hámarki hverju sinni.

Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings R., var endurkjörinn formaður samtakanna.

Jónas Gestur Jónasson, fyrrverandi formaður Víkings Ó, hætti í stjórn og tók Hulda Birna Baldursdóttir framkvæmdastjóri ÍA sæti hans í stjórn. Auk þeirra eru Árni Hermannsson (Fjölnir), Haraldur Pálsson (ÍBV) og Jónas Kristinsson (KR) í stjórninni.

Alls satu fulltrúar 18 félaga úr tveimur efstu deildum aðalfundinn í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner