Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi vann aðra landsliðsmenn í Beint í mark
Landsliðsmennirnir ánægðir með Beint í mark.
Landsliðsmennirnir ánægðir með Beint í mark.
Mynd: Beint í mark
Gylfi Þór Sigurðsson var hlutskarpastur þegar nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins spreyttu sig í fótboltaspilinu Beint í mark í ferð liðsins í Katar á dögunum.

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er einn af þeim sem koma að útgáfu spilsins og hann tók spil með nokkrum liðsfélögum sínum í síðustu viku.

Auk Jóhanns og Gylfa voru þeir Aron Einar Gunnarsson, Sverrir Ingi Ingason og Rúrik Gíslason með í spilinu.

„Við spiluðum tvisvar. Í fyrra skiptið var einstaklingskeppni þar sem Gylfi vann, sem kom gríðarlega á óvart. Það kom líka töluvert á óvart að Sverrir Ingi rak lestina og var í síðasta sæti,“ sagði Jóhann í viðtali við Fréttablaðið.

Landsliðsstrákarnir tóku síðan aðra keppni sem var liðakeppni en þar bættist Alfreð Finnbogason í hópinn.

„Þá voru herbergisfélagar saman í liði. Að sjálfsögðu vorum það við Alfreð sem unnum. Rúrik og Aron voru í neðsta sæti,“ sagði Jóhann við Fréttablaðið.

„Menn voru gríðarlega ánægðir með spilið og það var löngu kominn tími á svona fótboltaspil þar sem við gætum reynt á fótboltakunnáttu okkar."

Beint í mark er komið í 70 verslanir um allt land, Þú finnur Beint í mark í eftirfarandi verslunum: Bónus, Hagkaup, Nettó, Pennanum, Elko, Byko, Kjörbúðum, Spilavinum, Jóa Útherja, Heimkaup, Ozone Akranesi og í Kaupfélagi Skagfirðinga.

Smelltu hér til að fræðast meira um Beint í mark!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner