Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. nóvember 2017 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Hughton: Við getum unnið á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Chris Hughton, stjóri nýliða Brighton, hefur trú á að sínir menn geti unnið Manchester United þegar liðin mætast á Old Trafford um helgina.

Nýliðarnir hafa farið ósigraðir gegnum síðustu fimm deildarleiki og eru óvænt í níunda sæti, en liðið spilaði síðast í deild þeirra bestu fyrir 34 árum.

„Auðvitað getum við unnið á Old Trafford. Við erum meðvitaðir um að það væri stórt afrek en það er alls ekki ómögulegt," sagði Hughton.

„Það verður erfitt að halda í við þeirra leikhraða og svo þurfum við að hafa heppnina með okkur, eins og alltaf þegar maður spilar útileik við stórlið.

„Þetta eru leikirnir sem við börðumst fyrir að fá að spila með að komast upp úr Championship deildinni. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum í Úrvalsdeildinni og við ætlum að njóta áskorunarinnar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner