Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Ingibjörg Sigurðar skoðar aðstæður hjá Fiorentina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins, er stödd á Ítalíu þar sem hún er að skoða aðstæður hjá ítölsku meisturunum í Fiorentina.

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Fleiri erlend félög hafa sýnt Ingibjörgu áhuga eftir góða frammistöðu með íslenska landsliðinu á EM í sumar.

Sænska félagið Kristianstad reyndi meðal annars að krækja í Ingibjörgu í haust. Ingibjörg er tvítug en hún kom til Breiðabliks frá Grindavík fyrir sumarið 2012.

Fiorentina hefur ekki byrjað tímabilið af sama krafti og í fyrra en liðið er í sjöunda sæti af tólf liðum í Serie A eftir sex umferðir. Kantmaðurinn Sigrún Ella Einarsdóttir spilar með liðinu en hún kom frá Stjörnunni í ágúst.

Arna Sif Ásgrímsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sömdu einnig við Verona í haust auk þess sem Kristrún Rut Antonsdóttir gekk í raðir Chieti á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner