Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. nóvember 2017 09:46
Magnús Már Einarsson
Kristinn Steindórs farinn frá GIF Sundsvall
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Steindórsson og GIF Sundsvall hafa náð samkomulagi um að leikmaðurinn losni undan samningi hjá sænska félaginu.

Kristinn hefur verið hjá GIF Sundsvall í tvö tímabil en hann kom frá Columbus Crew í MLS deildinni í fyrra. Þessi 27 ára gamli kant og miðjumaður átti ár eftir af samningi sínum í Svíþjóð en hann er nú laus allra mála.

„Við erum sammála um að Kristinn takist á við nýjar áskoranir á ferlinum. Hann er mjög duglegur fótboltamaður og við erum glaðir að hann hafi verið hjá okkur en eftir samtal við hann þá teljum við að þetta sé best fyrir báða aðila," sagði Urban Hagblom, yfirmaður íþróttamála hjá GIF Sundsvall.

Kristinn hefur nokkuð verið orðaður við heimkomu, þá meðal annars við FH og Blika. Er það eitthvað sem hann telur spennandi, að koma heim í Pepsi-deildina? „Já, maður myndi skoða allt," sagði Kristinn í viðtali við Fótbolta.net í gær.

GIF Sundsvall bjargaði sér frá falli í umspili á dögunum. „Lífið hefur verið fínt hjá Sundsvall. Tímabilið í fyrra var erfiðara, ég lenti í meiðslum og var aðeins að glíma við þau. Ég var ekki 100% í byrjun móts en ég byrja næstum alla leikina í deildinni," sagði Kristinn við Fótbolta.net í gær.

„Það hefur gengið ágætlega. Það hefði verið skemmtilegra ef það hefði gengið betur hjá liðinu, það er alltaf erfitt að vera í botnbaráttu en ég er nokkuð sáttur annars."

Sjá einnig:
Kristinn Steindórs gæti hugsað sér að snúa heim: Skoða allt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner