Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Lille setur Bielsa í bann
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lille hefur sett þjálfarann Marcelo Bielsa í tímabundið bann frá störfum.

Bielsa fór til Síle til að heimsækja Luis Bonini, fyrrum aðstoðarþjálfara sinn, en hann er að glíma við krabbamein.

Lille hafði ekki gefið Bielsa leyfi til að fara til Síle og því hefur félagið sett hann í bann.

Lille hefur einungis unnið þrjá leiki af þrettán í frönsku úrvalsdeildinni en liðið er í næstneðsta sæti.

Hinn 62 ára gamli Bielsa á skrautlegan feril að baki en hann tók við Lille í sumar.
Athugasemdir
banner