Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool krækti í Keita á undan Barcelona
Mynd: Getty Images
Liverpool hafði betur gegn Barcelona í baráttunni um miðjumanninn Naby Keita hjá RB Leipzig. Þetta hefur þýska félagið staðfest.

Hinn 22 ára gamli Keita mun ganga í raðir Liverpool á 48 milljónir punda næsta sumar en gengið var frá þessu í ágúst síðastliðnum.

Liverpool reyndi að fá Keita til sín í sumar en á endanum varð úr að hann gengur í raðir félagsins næsta sumar.

„FC Barcelona hafði áhuga á Naby Keita," sagði Oliver Mintzlaff framkvæmdastjóri RB Leipzig.

„Barcelona staðfesti það við okkur. Hins vegar gáfu þeir ekki jafn mikið í baráttuna og Liverpool."
Athugasemdir
banner
banner
banner