Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 23. nóvember 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Lowing ekki með Víkingum næsta sumar
Lowing spilaði 21 leik í Pepsi-deildinni á liðnu sumri en Víkingar höfnuðu í áttunda sæti.
Lowing spilaði 21 leik í Pepsi-deildinni á liðnu sumri en Víkingar höfnuðu í áttunda sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ljóst er að miðvörðurinn Alan Lowing verður ekki með Víkingi Reykjavík í Pepsi-deildinni næsta sumar.

„Konan hans býr erlendis og hann telur það ólíklegt að hann spili á Íslandi á næsta ári," sagði Heimir Gunnlaugsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, við Fótbolta.net í október.

Nú er ljóst að Löwing verður ekki með Víkingum en liðið fékk Sölva Geir Ottesen í sínar raðir í gær. Hér að neðan má sjá viðtal við Sölva.

Lowing hefur leikið á Íslandi síðan 2011 en hann kom fyrst í Fram og varð bikarmeistari með liðinu 2013. Hann gekk svo í raðir Víkings fyrir tímabilið 2014.

Í gær var einnig greint frá því að Gunnlaugur Hlynur Birgisson hefði komist að samkomulagi við Víkinga um að spila með þeim næsta sumar.
Sölvi: Í raun komu engin önnur lið til greina
Athugasemdir
banner
banner
banner