Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 18:03
Magnús Már Einarsson
Robinho dæmdur í níu ára fangelsi
Robinho í leik með Manchester City.
Robinho í leik með Manchester City.
Mynd: Getty Images
Robinho, fyrrum leikmaður Manchester City, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi á Ítalíu fyrir kynferðisbrot.

Hinn 33 ára gamli Robinho var dæmdur í fangelsi á Ítalíu í dag.

Kynferðisbrotið átti sér stað á Ítalíu árið 2013 en á þeim tíma var Robinho á mála hjá AC Milan.

Robinho og fimm aðrir menn gerðust þá sekir um kynferðisbrot gegn 22 ára stúlku.

Robinho neitaði sök í málinu en hann hefur nú verið dæmdur í níu ára fangelsi.

Í dag er Robinho samningsbundinn Atletico Mineiro í heimalandi sínu Brasilíu en fótboltaferill hans hefur legið niður á við undanfarin ár.

Robinho kom til Manchester City frá Real Madrid árið 2008 á 32,5 milljónir punda en hann var fyrsta stórstjarnan sem City keypti eftir eigendaskipti árið 2008.
Athugasemdir
banner
banner
banner