Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 21:01
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane: Moreno drap Liverpool
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Moreno lendir undir þungri gagnrýni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Moreno lendir undir þungri gagnrýni.
Mynd: Getty Images
Liverpool komst 3-0 yfir á útivelli gegn Sevilla þegar liðin mættust í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Mörkin þrjú komu frá Roberto Firmino og Sadio Mane og voru öll skoruð á fyrsta hálftíma leiksins.

Wissam Ben Yedder minnkaði muninn í 3-2 með tvennu á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks og var James Milner skipt inn fyrir Alberto Moreno í kjölfarið.

Í fyrra markinu gaf Moreno heimskulega aukaspyrnu og í því síðara fékk hann dæmda vítaspyrnu á sig. Roy Keane kennir spænska bakverðinum um tapið.

„Þú sérð ekki einu sinni barn verjast jafn illa og Moreno í vítaspyrnunni. Það er ekkert nema geðveiki að leikmaður taki svona ákvarðanir í Meistaradeildinni," sagði Keane á ITV.

„Svo gaf hann aukaspyrnu. Þetta hefur ekkert með liðið eða þjálfarann að gera, hann er að drepa liðið upp á eigin spýtur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner