Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Segir að McInnes sé ekki að fara til Rangers eða West Brom
Derek McInnes.
Derek McInnes.
Mynd: Getty Images
Derek McInnes, stjóri Aberdeen í Skotlandi, er ekki á förum frá félaginu. Þetta segir stjórnarformaðurinn Stewart Milne. Kári Árnason spilar með Aberdeen.

McInnes hefur verið efstur á óskalista Rangers síðan Pedro Caixinha lét af störfum á síðasta mánuði. Þá hefur hann líka verið orðaður við stjórastólinn hjá West Bromwich Albion.

McInnes er fyrrum miðjumaður Rangers og West Brom.

„Staða Derek er mjög skýr. Hann sagði mér að hann hefði ekki áhuga á því að fara neitt. Hann elskar þetta félag," segir Milne.

Aberdeen er í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá toppliði Celtic og þremur stigum á undan Rangers.

Aberdeen hafnaði í öðru sæti á síðasta tímabili og beið einnig lægri hlut fyrir Celtic í úrslitaleikjum skoska bikarsins og deildabikarsins.

„Hann veit að hann er elskaður hér. Allir bera mikla virðingu fyrir honum og hann telur að hann eigi eftir að klára ákveðin mál hér. Hann vill skilja eftir fleiri en einn bikar," segir Milne en McInnes vann skoska deildabikarinn með Aberdeen 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner