Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Bayern hentu gervipeningaseðlum inn á völlinn
Borði sem stuðningsmennirnir voru með á vellinum í gær.
Borði sem stuðningsmennirnir voru með á vellinum í gær.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn FC Bayern hentu gervipeningaseðlum inn á völlinn í leik liðsins gegn Anderlecht í Meistaradeildinni í Belgíu í gærkvöldi.

Anderlecht rukkaði stuðningsmenn Bayern allt að 100 evrur (12 þúsund krónur) fyrir miða á leikinn.

Þetta voru þýsku stuðningsmennirnir allt annað en ánægðir með.

Til að mótmæla háu miðaverði hentu stuðningsmennirnir gervipeningaseðlum inn á völlinn.

Leikurinn var stöðvaður í smástund á meðan leikmenn og starfsfólk tóku gervipeningaseðlana af vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner