Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Valverde útskýrir afhverju Messi var á bekknum
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, segir Lionel Messi hafa þurft á hvíld að halda og því hafi hann byrjað með Argentínumanninn á bekknum þegar liðið heimsótti Juventus í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Það kom flestum á óvart þegar byrjunarlið Barcelona var tilkynnt enda hefur Messi jafnan spilað alla leiki Börsunga sem einhverju máli skipta frá upphafi til enda.

„Hann hefur spilað marga leiki undanfarið og við töldum að í þetta skiptið væri gott að fá hann inn af bekknum í síðari hálfleik.

„Við vissum að þessi leikur yrði lokaður til að byrja með en gæti opnast í síðari hálfleik. Það var hugsunin á bak við þetta. Þetta eru ákvarðanir sem þjálfarar þurfa að taka,"
sagði Valverde.

Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli og er þetta í fyrsta skipti í sögu Meistaradeildarinnar sem Barcelona gerir markalaust jafntefli tvo leiki í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner