Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. nóvember 2017 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Zlatan í sögubækurnar - Enginn spilað fyrir fleiri lið í Meistaradeildinni
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Sænska goðsögnin Zlatan Ibrahimovic kom sér enn og aftur í sögubækurnar í gær þegar hann lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir Manchester United.

Þessi 36 ára gamli framherji kom inn á í 1-0 tapi fyrir Basel en með þátttöku sinni varð Zlatan fyrsti leikmaðurinn til að spila fyrir sjö félög í Meistaradeild Evrópu.

Zlatan hefur farið víða á löngum og farsælum ferli og hefur spilað með Ajax, Juventus, Inter, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd í Meistaradeildinni.

Áður en kom að leik kvöldsins deildi Zlatan metinu með þeim Javier Saviola (Barcelona, Benfica, Real Madrid, Malaga, Monaco og Olympiakos) og Nicolas Anelka (PSG, Arsenal, Juventus, Real Madrid, Chelsea og Fenerbahce).

Zlatan á það fram yfir þá Saviola og Anelka að hafa skorað fyrir sex lið í Meistaradeildinni og gæti Svíinn bætt eigið met, takist honum að skora fyrir Man Utd í Meistaradeildinni í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner