Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. janúar 2015 10:10
Magnús Már Einarsson
Guðmundur Þórarinsson til Nordsjælland (Staðfest)
Gummi Tóta.
Gummi Tóta.
Mynd: Instagram
Ólafur Kristjánsson, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland, hefur krækt í fjórða íslenska leikmanninn til félagsins en Guðmundur Þórarinsson er kominn frá Sarpsborg í Noregi.

,,Mjög ánægður með að hafa skrifað undir þriggja og hálfs árs samning hjá FC Nordsjælland," skrifaði Guðmundur á Instagram síðu sína í dag.

Guðmundur er 22 ára sóknarmiðjumaður en hann lék lykilhlutverk með U21-landsliðinu í síðustu undankeppni og var í A-landsliðshópnum gegn Kanada nýlega.

Hann er uppalinn hjá Selfossi en lék með ÍBV í Pepsi-deildinni áður en hann fór í atvinnumennskuna til Noregs.

Fyrir hjá Nordsjælland eru markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, bakvörðurinn Adam Örn Arnarson og sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson sem kom til Nordsjælland frá Halmstad í Svíþjóð.

Hér að neðan má sjá viðtal við Guðmund af heimasíðu Nordsjælland.


Athugasemdir
banner
banner
banner