lau 24. janúar 2015 12:10
Arnar Geir Halldórsson
Mancini ætlar að fá Yaya Toure til Inter
Toure á leið til Ítalíu?
Toure á leið til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini vinnur hörðum höndum að því þessa dagana að endurreisa Inter Milan til vegs og virðingar en félagið hefur verið í vandræðum undanfarin ár.

Mancini tók við stjórnartaumunum á San Siro að nýju í nóvember og hefur verið virkur á leikmannamarkaðnum í janúar en Lukas Podolski og Xerdan Shaqiri gengu nýverið í raðir Inter.

Ítalskir miðlar greina frá því í dag að Yaya Toure verði aðalskotmark félagsins næsta sumar en samningur Toure við Man City rennur ekki út fyrr en 2017. Fílbeinsstrendingurinn hefur þó talað um að framtíð sín sé í óvíssu en það var Roberto Mancini sem fékk hann til Manchester á sínum tíma.

Samkvæmt sömu heimildum verður Toure falur fyrir 9 milljónir evra næsta sumar en kappinn verður 32 ára í maí og hefur verið hjá Man City frá árinu 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner